LIFECOURSE RANNSÓKNIN

Lifecourse rannsóknin er 5 ára langtímarannsókn sem hlaut styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu (ERC) árið 2015.  

Rannsóknin miðar að því að auka þekkingu okkar og skilning á flóknu samspili lífvísindalegra og félagslegra þátta í umhverfi barna og ungmenna og kanna áhrif þessara þátta á þróun áhættuhegðunar hjá unglingum. Meðal annars er niðurstöðum ætlað að varpa ljósi á það hvernig þessir þættir hafa áhrif á heilsu og líðan, vímuefnanotkun, sjálfsskaða og sjálfsvíg meðal ungmenna. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar á heimsvísu þar sem lífvísindaleg gögn og félagsvísindaleg gögn eru sameinuð fyrir heilan árgang á landsvísu.

Rannsóknin er leidd af Ingu Dóru Sigfúsdóttur, prófessor við Háskólann í Reykjavík og Columbia University í New York, en teymið sem að rannsókninni kemur er samsett af fjölmörgum vísindamönnum hvaðanæva úr heiminum.