Youth in Europe verkefnið var sett á laggirnar árið 2006 að frumkvæði Reykjavíkurborgar og European Cities Against Drugs (ECAD) í samstarfi við R&G. Rannsóknir og greining hafa alla tíð síðan leitt það verkefni og innleitt í borgum víðs vegar um Evrópu.

Youth in Europe verkefnið er byggt á íslenska forvarnarmódelinu og miðar að því að minnka neyslu áfengis- og vímuefna meðal ungs fólks þar sem niðurstöður rannsókna eru lagðar til grundvallar við ákvarðanatöku og stefnumótun í forvarnavinnu.

Hér má finna frekari upplýsingar um verkefnið