Dagleg verkefni miðstöðvarinnar samanstanda af fyrirlögnum og samhæfingu rannsókna bæði á Íslandi og erlendis. Þetta felur í sér samskipti við rannsóknaraðila, gagnaöflun og úrvinnslu gagna og framsetningu og dreifingu á niðurstöðum til fagaðila sem starfa á vettvangi með börnum og ungmennum. Helsta markmið okkar er að auka lífsgæði ungs fólks með því að bæta heilsu þeirra og líðan. Öll okkar verkefni taka mið af því markmiði.