Rannsóknamiðstöðin Rannsóknir & greining (R&G) sérhæfir sig í rannsóknum á högum og líðan ungs fólks bæði á Íslandi og erlendis. Niðurstöður rannsóknanna hafa verið nýttar á vettvangi meðal fólks sem starfar með börnum og unglingum, í forvarnavinnu, meðal stefnumótunaraðila og stjórnmálamanna. Eins hafa gögnin nýst meðal vísindamanna víða um heim við skrif og birtingar á tugum vísindagreina.

Þrjú helstu markmið R&G eru:

a) að sinna þekkingarsköpun og útbreiðslu þekkingar á málefnum ungs fólks
b) að nýta þá þekkingu til að hafa áhrif á umhverfi og aðstæður ungs fólks
c) að skapa vettvang til kennslu og uppbyggingar ungra vísindamanna, sem þar fá tækifæri til að spreyta sig með öðrum reyndari.