Ungt fólk rannsóknarröðin nær yfir öll börn og ungmenni á Íslandi í 5.-10. bekkjum grunnskóla og eru um 4000 þátttakendur á ári hverju.

Rannsóknirnar eru framkvæmdar með spurningalistum er hafa að geyma spurningar um fjölskylduaðstæður, stuðning foreldra og jafningja, skipulagt íþrótta- og tómstundastarf, neyslu vímuefna, árangur í námi, félagslegar aðstæður og fleira.

Niðurstöður rannsóknanna eru nýttar í tvennum tilgangi: annars vegar fyrir skrif og birtingar vísindagreina í erlendum ritrýndum tímaritum og hins vegar sem verkfæri fyrir fagaðila sem starfa á vettvangi með börnum og unglingum í sveitarfélögum landsins til stefnumótunar í forvarnavinnu.

Sú vinna sem fram hefur farið á á vettvangi á Íslandi frá árinu 1997 hefur skilað sér í umtalsverðri minnkun á neyslu áfengis og vímuefna meðal ungs fólks. Þetta sýna rannsóknirnar glögglega.